Leitaðu í Lyfjabókinni
Hér finnur þú öll skráð lyf á Íslandi sem seld eru í apótekum
Hér finnur þú öll skráð lyf á Íslandi sem seld eru í apótekum
Esomeprazol Actavis inniheldur virka efnið esómeprazól. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast prótónpumpuhemlar. Þau verka með því að minnka framleiðslu sýru í maganum. Lyfið er notað við skammtímameðferð hjá fullorðnum við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít).
Við bakflæði berst sýra úr maganum upp í vélindað sem getur valdið bólgu og verkjum í vélinda. Þetta getur valdið einkennum eins og sársaukafullum sviða fyrir brjósti og upp í kok (brjóstsviða) og súru bragði í munninum (nábít). Dregið getur úr einkennum sýrubakflæðisins eftir notkun lyfsins í einn dag, þó því sé ekki ætlað að ná stjórn á einkennum strax. Þú getur þurft að taka töflurnar í 2-3 daga í röð áður en þér fer að líða betur. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 14 daga.
Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Markaðsleyfishafi Actavis Group PTC ehf. Umboðsmaður á Íslandi: Teva Pharma Iceland ehf.