Abrysvo

Bóluefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: RS-veiru mótefnavakar

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 23. ágúst, 2023

Abrysvo er bóluefni sem er notað til að koma í veg fyrir lungnasjúkdóm af völdum veiru sem kallast RS-veira hjá þunguðum einstaklingum til að vernda ungbörn þeirra frá fæðingu til 6 mánaða aldurs og einstaklingum 60 ára og eldri. RS-veira er algeng veira sem í flestum tilfellum veldur vægum, kveflíkum einkennum eins og hálsbólgu, hósta eða nefstíflu. Hins vegar getur RS-veiran valdið alvarlegum lungnavandamálum hjá einstaklingum með skert ónæmiskerfi eins og ungum börnum, eldri einstaklingum og þeim sem eru með langvinna sjúkdóma.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í vöðva.

Venjulegar skammtastærðir:
Þér verður gefin ein 0,5 ml inndæling í vöðva í upphandlegg.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Full virkni bóluefna næst yfirleitt á 14 dögum.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Lyfið geymist í kæli (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki frjósa. Eftir blöndun á að gefa Abrysvo strax eða innan 4 klst. ef það er geymt við hitastig á bilinu 15°C til 30°C.

Ef skammtur gleymist:
Á ekki við.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Á ekki við.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Viðbrögð á stungustað, höfuðverkur og vöðvaverkir eru algengustu aukaverkanir lyfsins.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Höfuðverkur, vöðvaverkir          
Roði, bólga og eymsli á stungustað          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar        

Milliverkanir

Gefa má Abrysvo samhliða bóluefnum gegn árstíðabundinni flensu en ráðlegt er að minnst tvær vikur líði á milli gjafar Abrysvo og bóluefnis gegn stífkrampa, barnaveiki og kíghósta.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með blóðsjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með hita eða sýkingu
  • þú sért með skert ónæmiskerfi

Meðganga:
Þetta bóluefni má gefa þunguðum einstaklingum á seinni hluta annars þriðjungs meðgöngu eða á þriðja þriðjungi meðgöngu (viku 24 til 36).

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort að lyfið skilst út í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.

Áfengi:
Á ekki við.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Heilbrigðisstarfsmaður gefur þér bólefnið.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.