Alkacit

Steinefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Kalíum sítrat

Markaðsleyfishafi: XGX Pharma ApS | Skráð: 1. febrúar, 2025

Alkacit inniheldur kalíumsítrat. Kalíumsítrat hækkar sýrustig í þvaginu sem gerir þvagið minna súrt og þar með ólíklegra til að mynda nýrnasteina. Alkacit er notað til að meðhöndla og/eða koma í veg fyrir nýrnasteina, til að meðhöndla minnkaðan útskilnað sítrats í þvagi og til að meðhöndla nýrnapíplublóðsýringu með kalsíumnýrnasteinum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
3-10 töflur á dag í 3 aðskildum skömmtum. Töflurnar á að gleypa heilar og taka með máltíð eða innan 30 mínútna frá máltíð til að forðast viðbrögð í meltingarvegi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar að virka innan klukkustundar en full virkni næst á þremur dögum.

Verkunartími:
.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Þú skalt forðast neyslu fæðu sem inniheldur mikið magn af salti, forðast neyslu matarsalts og auka vökvainntöku þína. Þetta mun hjálpa þér við að hafa aukin þvaglát og hámarkar verkun Alkacit við meðhöndlun á nýrnasteinum og öðrum sjúkdómum. Þetta mun einnig tryggja nýrnastarfsemina og hjálpa til við fyrirbyggingu nýrnavandamála.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef gleymist að taka töflu skaltu sleppa þeim skammti alveg. Taktu næsta skammt á venjulegum tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki má hætta að nota Alkacit nema læknirinn hafi gefið fyrirmæli um það.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222)

Langtímanotkun:
Læknirinn mun fylgjast náið með þér og taka blóðprufur reglulega.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Magaverkur, ógleði          
Ógleði, magaverkur, niðurgangur          
Ógleði, uppköst, lystarleysi        
Svartar hægðir eða blóð með hægðum        
Uppþemba, vindgangur          
Vélindabólga          
Vöðvaslappleiki, rugl eða óráð        

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með magasár
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
  • þú sért með sykursýki
  • þú sért með þvagfærasjúkdóm
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með þarmateppu
  • þú sért með óeðlilega há gildi kalíums í blóði

Meðganga:
Læknirinn mun eingöngu meðhöndla þig með lyfinu ef brýna nauðsyn ber til og undir ströngu lækniseftirliti.

Brjóstagjöf:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins samhliða brjóstagjöf.

Börn:
.

Eldra fólk:
.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Þú skalt ekki drekka áfengi þegar þú tekur Alkacit þar sem það getur valdið því að lyfið verði losað of hratt í líkamann.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.