Allorin

Þvagsýrugigtarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Allópúrínól

Markaðsleyfishafi: Alvogen | Skráð: 1. júní, 2025

Allorin inniheldur virka efnið allópúrínól. Allópúrinól hindrar þvagsýrumyndun í líkamanum og minnkar þannig magn þvagsýru, bæði í blóði og þvagi. Allópúrínól er notað við þvagsýrugigt, þvagsýruvexti í sermi og til að fyrirbyggja þvagsýrusteina, en þessi sjúkdómseinkenni stafa öll af of mikilli þvagsýru í líkamanum. Lyfið er líka notað til að fyrirbyggja og meðhöndla kalsíumnýrnasteina. Fyrstu mánuðina sem allópúrínól er tekið inn getur tíðni þvagsýrugigtarkasta aukist. Bólgueyðandi lyf með allópúrínóli eru því oft gefin fyrst í stað til að draga úr áhrifum kastanna.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 100-300 mg á sólarhring. Börn: 100-400mg á sólarhring. Vanalega er lyfið tekið einu sinni á dag, oftast eftir máltíð. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif lyfsins koma fram á 2-3 dögum.

Verkunartími:
Áhrif lyfsins vara í nokkra daga eftir að töku þess er hætt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nauðsynlegt er að drekka mikinn vökva á meðan lyfið er tekið inn.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómurinn getur versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Áhrif á húð, svo sem útbrot og kláði, eru algengasta aukaverkun allópúrínóls.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Húðútbrot          
Krampar        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Ekki er mælt með notkun Allorin á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið skilst út í brjóstamjólk. Ekki er mælt með notkun lyfsins meðan á brjóstagjöf stendur.

Börn:
Oftast er ekki mælt með notkun lyfsins hjá börnum, nema í ákveðnum tilfellum. Þá eru skammtar eru háðir líkamsþyngd, mest 400mg á sólarhring.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og svefnhöfga. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.