Betadine

Sýklaeyðandi og sýklaheftandi lyf og efni | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Joð

Markaðsleyfishafi: Taw Pharma (Ireland) Limited | Skráð: 1. september, 1982

Joð vinnur á móti sýkingum af völdum baktería, gersveppa, sveppa og veira. Joð er gefið til að fyrirbyggja og til meðferðar á sýkingum í húð. Það er líka notað sem sýklaeyðandi efni hjá skurðlæknum og hjúkrunarfólki, við hreinsun og þvott, og líka borið á húð sjúklinga fyrir aðgerðir.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Útvortis húðlausn (vatns- og sprittlausn), áburður til penslunar og lyfjasápa.

Venjulegar skammtastærðir:
Húðlausn (spritt- og vatnslausn) og lyfjasápa: Notað óþynnt á húð. Áburður til penslunar: Borið óþynnt á sýkt svæði 2svar á dag og látið þorna.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar strax að virka. Misjafnt er eftir ástandi sýkingar hversu fljót hún er að hverfa.

Verkunartími:
Verkun varir í nokkrar klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hafi lyfið verið notað í stuttan tíma við tilfallandi einkennum er óhætt að hætta notkun þess þegar einkennin eru ekki lengur til staðar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef barn notar lyfið, mikið magn er tekið inn af slysni eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni. Of mikið joð getur valdið stækkun á skjaldkirtli og ofstarfsemi eða vanstarfsemi skjaldkirtils.

Langtímanotkun:
Við langtíma- og endurtekna notkun joðs á sár eða bruna sem ná yfir stórt svæði getur það valdið aukaverkunum eins og málmbragði í munni, aukinni munnvatnsframleiðslu, bruna eða verkjum í hálsi eða munni, ertingu í augum, óþægindum frá meltingarvegi og niðurgangi.


Aukaverkanir

Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Útbrot og mikill kláði          

Milliverkanir

Getur haft áhrif á próf á starfsemi skjaldkirtils. Forðast á reglulega notkun þess hjá sjúklingum á litíummeðferð.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með skjaldkirtilssjúkdóm

Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað til notkunar hjá nýburum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Lyfjasápan getur valdið tímabundinni litun á skarti úr hvítagulli.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.