Ciprofloxacin Fresenius Kabi
Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Cíprófloxacín
Markaðsleyfishafi: Fresenius Kabi AB | Skráð: 1. apríl, 2025
Cíprófloxacín er breiðvirkt sýklalyf. Það hindrar afritun erfðaefnis í bakteríum og kemur þannig í veg fyrir að frumur skipti eða fjölgi sér. Cíprófloxacín er notað við ýmsum bakteríusýkingum, t.d. í þvagfærum, blöðruhálskirtli, maga og þörmum. Það þolist yfirleitt vel og aukaverkanir þess eru tiltölulega fátíðar. Lyfið hentar þó síður börnum eða þunguðum konum þar sem það getur hugsanlega valdið sinaskemmdum og liðbólgu í börnum. Eins og önnur breiðvirk sýklalyf getur cíprófloxacín raskað eðlilegri bakteríuflóru líkamans og því getur fylgt aukin hætta á sýkingum af völdum sveppa eða baktería sem eru ónæmar fyrir lyfinu.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Innrennslislyf í bláæð
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar fara eftir tegund og alvarleika sýkingarinnar. Læknirinn gefur hvern skammt með hægu innrennsli í bláæð svo hann berist í út í blóðrás.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir því hvar sýkingin er og hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu.
Verkunartími:
Um 12 klst. eftir stakan skammt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Forðist koffein á meðan lyfið er tekið. Mjólkurmatur og steinefnabættur ávaxtasafi getur dregið úr nýtingu á lyfinu, taktu því lyfið 1 klst. fyrir eða 2 klst. eftir að hafa neytt slíkra drykkja eða mjólkurmatar.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Innrennslislyfið má ekki geyma í kæli og það má ekki frjósa.
Ef skammtur gleymist:
Ef þú heldur að það gleymdist að gefa þér skammt skaltu láta lækninn eða hjúkrunarfræðing vita. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að gefa.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Taktu lyfið eins lengi og læknir segir til um eða ljúktu við skammtinn sem var úthlutaður, jafnvel þótt einkenni sýkingarinnar séu ekki lengur til staðar. Annars er hætta á því að sýkingin nái sér aftur upp og að bakteríur myndi ónæmi fyrir lyfinu.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú færð stærri skammt af Ciprofloxacin Fresenius Kabi en mælt er fyrir um getur verið að þú finnir
fyrir sundli, skjálfta, höfuðverk, þreytu, óþægindum í kvið eða ringlun. Láttu lækninn eða hjúkrunarfræðing vita ef þessara einkenna verður vart.
Langtímanotkun:
Cíprófloxacín er yfirleitt notað í skamman tíma í einu (5-21 dag). Ef þörf þykir að nota það í langan tíma er æskilegt að fylgst sé reglulega með starfsemi nýrna og lifrar.
Aukaverkanir
Listi yfir aukaverkanir er ekki tæmandi.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Hraður hjartsláttur | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Krampar | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Liðverkir | ![]() |
![]() |
|||||
Meltingartruflanir, kviðverkir, vindgangur | ![]() |
![]() |
|||||
Minnkuð matarlyst | ![]() |
![]() |
|||||
Ógleði, uppköst, niðurgangur | ![]() |
![]() |
|||||
Svimi, höfuðverkur, þreyta | ![]() |
![]() |
|||||
Útbrot, kláði og hiti í húð | ![]() |
![]() |
|||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|||
Æsingur, skjálfti, rugl | ![]() |
![]() |
|||||
Viðbrögð á stungustað (innrennslislyf) | ![]() |
![]() |
|||||
Sinarslit | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Antepsin
- Aritavi
- Duloxetin Krka
- Duloxetin W&H
- Duloxetine Medical Valley
- Duroferon
- Duroferon (Heilsa)
- Duroferon (Lyfjaver)
- Gaviscon
- Gaviscon (Heilsa)
- Magical Mouthwash
- Magnesia medic
- Rennie
- Rennie (Heilsa)
- Ríflúxín
- Sevelamerkarbonat Stada
- Sevelamerkarbonat WH
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Adartrel (Lyfjaver)
- Alvofen Express
- Alvofen Junior
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Asubtela
- Azilect
- Bosulif
- Cerazette
- Circadin
- Clopidogrel Actavis
- Clopidogrel Krka
- Clozapin Medical
- Clozapine Actavis
- Depo-Provera
- Desirett
- Diacomit Lyfjaver
- Diamicron Uno
- Diclomex
- Dimax Rapid
- Drovelis
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Evorel Sequi
- Evra
- Femanest
- Fosrenol
- Gestrina
- Gliclazíð Krka
- Grepid
- Harmonet
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Ikervis
- Intuniv
- Jaydess
- Kliogest
- Kyleena
- Lenzetto
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levonorgestrel Norfri (Heilsa)
- Levosertone
- Mektovi
- Melatonin Bluefish
- Melatonin Evolan
- Melatonin Teva
- Melatonin Vitabalans
- Melatonin Vitabalans (Heilsa)
- Melleva
- Mercilon
- Methotrexate Orion
- Methotrexate Pfizer
- Metojectpen
- Microgyn
- Microstad
- Mirena
- Modifenac
- Mycofenolsýra Accord
- Myfenax
- Myfenax (Heilsa)
- Myfortic
- Mykofenolatmofetil Actavis
- Nexplanon
- Novofem
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- NuvaRing
- Olanzapin Actavis
- Ornibel
- Ovestin
- Panodil Extra
- Parapró
- Pirfenidone axunio
- Postinor
- Primolut N
- Qlaira
- Rasagilin Krka
- Requip Depot
- Revastad
- Revatio
- Rewellfem
- Ropinirole Alvogen
- Ryeqo
- Sandimmun Neoral
- Sildenafil Actavis
- Sildenafil Actavis (Heilsa)
- Sildenafil Medical Valley
- Slenyto
- Stesolid
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Venclyxto
- Viagra
- Visanne
- Vivelle Dot
- Vizarsin
- Warfarin Teva
- Yasmin
- Yasmin 28
- Zalasta
- Zypadhera
- Zypadhera (Lyfjaver)
- Zyprexa
- Zyprexa Velotab
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
- þú sért með sykursýki
- þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Æskilegt er að forðast notkun Ciprofloxacin Fresenius Kabi á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Skammtar eru háðir sýkingu og líkamsþyngd.
Eldra fólk:
Skammtar eru háðir sýkingu.
Akstur:
Í stöku tilfellum getur lyfið valdið svima og skert þannig aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og keppni.
Annað:
Forðast skal sólarljós og útfjólublátt ljós í miklum mæli meðan á meðferð stendur.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.