Dicykloverine hydrochloride

Lyf gegn starfrænum meltingartruflunum | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Dicykloverin

Markaðsleyfishafi: Forskriftarlyf lækna framleitt af Pharmarctica | Skráð: 1. apríl, 2014

Dicykloverine hydrochloride er forskriftarlyf lækna. Það þýðir að ekki eru gerðar sömu kröfur um merkingu, klínískar rannsóknir eða fylgiseðil eins og til skráðra lyfja. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá. Dicykloverin er talið minnka vöðvasamdrætti og krampa í melingarvegi.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Mixtúra til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Fer eftir aldri. Skammtar eru ákveðnir af lækni.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 1-4 klst

Verkunartími:
Allt að einn sólarhringur

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Læknir getur gefið fyrirmæli um breytt mataræði

Geymsla:
Geymið þar sem börn ná hvorki til né sjá

Ef skammtur gleymist:
Ekki á að taka tvöfalda skammta.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafið samband við lækninn eða eitrunarmiðstöð Landspítala í síma 543 2222.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar


Aukaverkanir

Lítið er vitað um aukarverkanir en lyfið gæti valdið munnþurrki, þorsta og svima. Sjaldgæfari aukaverkanir geta verið þreyta sjóntruflanir, útbrot, hægðatregða, lystarleysi, ógleði, uppköst, höfuðverkur, þvagtregða.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Andþrengsli og hæg öndun      
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Vantar upplýsingar

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Ætti ekki að nota á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ætti ekki að nota með brjóstagjöf

Börn:
Ekki ætlað börnum yngri en 6 mánaða.

Akstur:
Getur mögulega haft áhrif á hæfni til aksturs og stjórnun véla.

Annað:
Dicykloverine hydrochloride er forskriftarlyf lækna og því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.