Halltada
Þvagfæralyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Tadalafíl
Markaðsleyfishafi: Williams & Halls | Skráð: 1. september, 2025
Tadalafíl, virka efni lyfsins, er notað við stinningarvanda hjá körlum og minnkar niðurbrot á æðavíkkandi efni í getnaðarlim. Þetta veldur slökun á sléttum vöðvum í limnum, blóðflæði til hans eykst og bætir þannig stinningu. Þetta æðavíkkandi efni myndast í limnum við kynferðislega örvun og því veldur lyfið ekki stinningu eitt sér heldur þarf örvun til þess að lyfið virki. Áhrif lyfsins eru að mestu leyti bundin við æðar í getnaðarlimnum. Það getur haft einhver æðavíkkandi áhrif á öðrum stöðum í líkamanum, en í venjulegum skömmtum eru þau óveruleg. Lyfið getur þó leitt til tímabundinnar lækkunar á blóðþrýstingi vegna þessara æðavíkkandi áhrifa. Halltada er einnig notað til meðferðar hjá fullorðnum karlmönnum einkenni frá þvagfærum sem tengjast algengum sjúkdómi sem kallast góðkynja stækkun blöðruhálskirtils. Lyfið er alls ekki ætlað konum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
5-20 mg í senn einu sinni á dag. Athugið að Halltada verkar ekki án kynferðislegrar örvunar. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi. Halltada 10 mg og 20 mg er ætlað til notkunar fyrir
fyrirhugað kynlíf og er ekki ráðlagt til samfelldrar daglegrar notkunar. Töfluna skal taka að minnsta kosti 30 mínútum fyrir kynlíf.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 30 mín.
Verkunartími:
Allt að 36 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu næsta skammt um leið og þú manst eftir því en ekki tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ef lyfið er tekið við stinningarvanda má hætta töku þess hvenær sem er. Ef lyfið er tekið við stækkun blöðruhálskirtils geta einkenni gert vart við sig eftir að töku lyfsins er hætt, hafið samband við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Þó eru meiri líkur á að aukaverkanir lyfsins komi fram eftir því sem stærri skammtar eru teknir. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Virðist án vandkvæða.
Aukaverkanir
Aukaverkanir eru yfirleitt tímabundnar og vægar. Algengustu aukaverkanirnar eru höfuðverkur og meltingartruflanir, sem koma fyrir í meira en 10% tilfella.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bakverkur eða vöðvaverkur | ![]() |
![]() |
|||||
Hjartsláttarónot | ![]() |
![]() |
|||||
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Höfuðverkur, svimi | ![]() |
![]() |
|||||
Langvarandi stinning | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Meltingartruflanir, kviðverkir | ![]() |
![]() |
|||||
Nefstífla | ![]() |
![]() |
|||||
Sjónskerðing | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|||
Vélindabakflæði | ![]() |
![]() |
|||||
Yfirlið | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Greipaldinsafi getur haft áhrif á lyfið og skal því ekki drekka hann samhliða töku lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Cardosin Retard
- Carduran Retard
- Clarithromycin Krka
- Doxazosin Krka
- Klacid
- Revastad
- Revatio
- Sildenafil Actavis
- Sildenafil Actavis (Heilsa)
- Sildenafil Medical Valley
- Sporanox
- Tegretol
- Tegretol Retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Vfend
- Viagra
- Vizarsin
- Voriconazole Accord
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með blóðsjúkdóm
- þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með óeðlilegan getnaðarlim
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með mænuskaða eða annan sjúkdóm í miðtaugakerfi
- þú hafir fengið grindarholsáverka
Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið er ekki ætlað konum.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima. Óráðlegt er að aka bíl fyrr en áhrif lyfsins eru liðin hjá.
Áfengi:
Áfengisneysla getur lækkað blóðþrýsting tímabundið. Ef þú hefur tekið eða ætlar að taka Halltada skaltu forðast að neyta mikils áfengis. Áfengisneysla getur einnig haft áhrif á getu til að ná stinningu.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Sjúklingar sem fá langvarandi stinningu sem varir í 4 klst. eða lengur eiga að hafa strax samband við lækni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.