Hyprosan

Augnlyf | Verðflokkur: G | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Dextranum 70 Hýprómellósa

Markaðsleyfishafi: Santen Oy | Skráð: 1. september, 2014

Hyprosan inniheldur efnið hýprómellósu. Lyfið er svokallað gervitár og er notað við augnþurrki. Augnþurrkur stafar oftast af skorti á táravökva en ástæður þess geta verið margar, m.a. stíflur í táragöngum, bólgur, minnkuð myndun táravökva og aukaverkanir vegna töku lyfja. Augnþurrkur veldur óþægindum, kláða og sviða í augum og þreytu. Gervitárin stuðla að því að halda raka í auganu.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Augndropar.

Venjulegar skammtastærðir:
1-2 dropar í auga eftir þörfum við augnþurrki.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Verkun kemur fram um leið og lyfið er notað.

Verkunartími:
Misjafn eftir ástandi sjúklings.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nota skal lyfið innan 4ra vikna frá því að innri umbúðir eru opnaðar.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er aðeins notað eftir þörfum.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má notkun lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Jafnvel mjög stórir skammtar ættu ekki að valda óþægindum.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Hafðu þó samband við lækni ef þörf er á að nota lyfið í langan tíma.


Aukaverkanir

Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Roði og bólga í augum eða augnlokum          

Milliverkanir

Ekki er ráðlegt að nota önnur augnlyf fyrr en 15 mín. eftir notkun Hyprosan.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst ekki í brjóstamjólk.

Börn:
Ekki ætlað börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Eins og á við um önnur augnlyf getur notkun augndropa valdið tímabundnum sjóntruflunum.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Hyprosan inniheldur engin rotvarnarefni, því má nota Hyprosan með augnlinsum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.