Panoxyl (afskráð nóv. 2009)
óskráð | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Benzóýl peroxíð
Markaðsleyfishafi: óskráð
Panoxyl er sýkladrepandi lyf við þrymlabólum (acne vulgaris). Virka efnið benzóýl peroxíð er eingöngu notað útvortis og hefur góð áhrif, bæði eitt sér og einn þáttur í meðferð með fleiri lyfjum. Auk sýkladrepandi áhrifa dregur það úr fituframleiðslu og þurrkar húðina. Aukaverkanir lyfsins eru bundnar við notkunarstað. Það getur valdið ertingu, roða eða sviða, en þau einkenni eru skammvinn. Lyfið veldur mikilli ertingu ef það kemst í snertingu við slímhúð, og sé það borið á húðina þar sem hún er þunn, t.d. vegna exems. Þeir sem eru með viðkvæma húð þola lyfið illa og þurfa því að nota lyfið með mikilli varúð.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Útvortis áburður, hlaup og krem.
Venjulegar skammtastærðir:
Lyfið er borið á að kvöldi og þvegið af að morgni. Í byrjun meðferðar er lyfið oft notað í stuttan tíma.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.
Verkunartími:
Bakteríudrepandi áhrif lyfsins vara í minnst 2 sólarhringa.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má notkun lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar eða þegar ekki er þörf á lyfinu.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Lítil hætta er á öðrum einkennum en staðbundinni ertingu undan lyfinu. Hafðu samband við lækni ef einhver óvenjuleg einkenni koma fram.
Langtímanotkun:
Lyfið er aðeins notað í nokkrar vikur í senn.
Aukaverkanir
Aukaverkanir lyfsins eru sjaldgæfar og almennt vægar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Brunatilfinning | ![]() |
![]() |
|||||
Roði og flögnun húðar | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað ungum börnum.
Eldra fólk:
Lyfið er venjulega ekki notað.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Forðastu sterkt sólarljós á meðan lyfið er notað. Varastu að lyfið berist í augu, nef og munn. Lyfið getur aflitað föt.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.