Vancomycin hameln
Sýkingalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Vankómýcín
Markaðsleyfishafi: hameln pharma gmbh | Skráð: 1. febrúar, 2025
Vancomycin hameln inniheldur sýklalyfið vankómýcín. Vancomycin hameln sem innrennslislyf er notað hjá börnum og fullorðnum til að meðhöndla ýmsar alvarlegar sýkingar. Lyfið er einnig notað sem mixtúra til að meðhöndla sýkingu í slímhúð smáþarma og ristils hjá bæði fullorðnum og börnum. Vankómýcín hefur frekar þröngt verkunarsvið, en það er einungis virkt gegn sumum bakteríusýkingum og þá einna helst sýkingum af völdum gram jákvæðra baktería. Vankómýcín tilheyrir flokki sýklalyfja sem kallast glýkópeptíð. Lyf í honum drepa bakteríur með því að hafa áhrif á myndun frumuveggs bakteríanna.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Innrennslislyf í bláæð eða mixtúra til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Heilbrigðisstarfsmaður gefur þér lyfið. Læknir ákveður skammt og meðferðarlengd út frá aldri, þyngd og tegund sýkingar.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir því hvar sýkingin er og hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu.
Verkunartími:
Misjafn eftir því hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef þú heldur að heilbrigðisstarfsmaður sé að gleyma að gefa þér lyfið skaltu láta vita.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lengd meðferðar fer eftir sýkingunni sem þú ert með og getur varað í nokkrar vikur. Nota skal lyfið eins lengi og læknir segir til um.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Vankómýcín er aðeins notað í skamman tíma í senn.
Aukaverkanir
Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.
| Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
| Heyrnatap, suð fyrir eyrum | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
| Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|||
Milliverkanir
.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Asubtela
- Botox
- Botox (Abacus Medicine)
- Cerazette
- Dailiport
- Depo-Provera
- Desirett
- Drovelis
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Evorel Sequi
- Evra
- Femanest
- Gentamicin B. Braun
- Gestrina
- Harmonet
- Hjartamagnýl
- Jaydess
- Kliogest
- Kyleena
- Lenzetto
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levonorgestrel Norfri (Heilsa)
- Levosertone
- Melleva
- Mercilon
- Microgyn
- Microstad
- Mirena
- Modigraf
- Nexplanon
- Novofem
- NuvaRing
- Ornibel
- Ovestin
- Piperacillin/Tazobactam WH
- Postinor
- Primolut N
- Prograf
- Prograf (Lyfjaver)
- Qlaira
- Rewellfem
- Ryeqo
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Visanne
- Vivelle Dot
- Xeomin
- Yasmin
- Yasmin 28
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með skerta sjón eða heyrn
- þú sért með þarmakvilla
Meðganga:
Lyfið má nota á meðgöngu en einungis ef læknir telur það nauðsynlegt.
Brjóstagjöf:
Lyfið má nota með barn á brjósti ef talið nauðsynlegt. En lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Skammtar eru háðir líkamsþyngd.
Eldra fólk:
Skammta þarf að minnka ef nýrnastarfsemi er skert.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.

