Atacor
Blóðfitulækkandi lyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Atorvastatín
Markaðsleyfishafi: Teva B.V. | Skráð: 1. ágúst, 2025
Atorvastatín, virka efnið í Atacor, hefur blóðfitulækkandi áhrif. Það tilheyrir flokki lyfja sem hindrar myndun á kólesteróli í lifur og veldur því að kólesteról og fita í blóði minnkar. Lyfið er gefið sjúklingum sem hafa mikið kólesteról í blóði þegar breytingar á mataræði og hreyfingu hafa ekki borið tilætlaðan árangur. Halda á áfram að borða kólesterólsnautt fæði meðan á meðferð með atorvastatíni stendur. Lyfið hefur einnig sýnt árangur í þá veru að lækka kólesteról hjá sjúklingum með arfhreina (homozygot), ættgenga kólesterólhækkun. Atorvastatin er líka notað til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma hjá einstaklingum sem eru í hættu á að fá hjartaáfall.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
10-80 mg í senn einu sinni á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 2-4 vikur.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Minni fituneysla er hluti af meðferðinni. Greipaldinsafi getur haft áhrif á niðurbrot lyfsins í líkamanum, og því er óæskilegt að neyta greipaldinsafa á meðan lyfið er tekið.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Skal bara taka næsta skammt samkvæmt áætlun á réttum tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið, skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Notkun lyfsins í lengri tíma getur haft áhrif á lifrarstarfsemi. Æskilegt er að fylgst sé reglulega með lifrarstarfsemi og vöðvastyrk á meðan lyfið er tekið.
Aukaverkanir
Lyfið þolist yfirleitt vel. Aukaverkanir eru almennt vægar og ganga yfir við áframhaldandi töku lyfsins. Listinn hér að neðan er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Blóðnasir | ![]() |
![]() |
|||||
Bólga í nefi | ![]() |
![]() |
|||||
Gula | ![]() |
![]() |
|||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Höfuðverkur, ógleði | ![]() |
![]() |
|||||
Niðurgangur, hægðatregða og meltingartruflanir | ![]() |
![]() |
|||||
Útbrot, kláði | ![]() |
![]() |
|||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|||
Verkir, eymsli og máttleysi í vöðvum | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Verkur fyrir brjósti | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Vindgangur | ![]() |
![]() |
|||||
Of hár blóðsykur | ![]() |
![]() |
|||||
Liðverkir, vöðvaverkir, bakverkir | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur dregið úr virkni lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Aspendos
- Atozet
- Braftovi
- Buccolam
- Candizol
- Cardil
- Certican
- Clarithromycin Krka
- Cordarone
- Diflucan
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Epidyolex
- Eslicarbazepine acetate STADA
- Everolimus WH
- Ezetimib Krka
- Ezetimib Medical Valley
- Ezetimib/Simvastatin Krka
- Ezetrol
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Fungyn
- Imatinib Accord
- Imatinib Krka d.d.
- Inegy
- Isoptin Retard
- Klacid
- Lopid
- Midazolam Medical Valley
- Modafinil Bluefish
- Modiodal
- Paxlovid
- Scemblix
- Ursochol
- Venclyxto
- Veraloc Retard
- Vfend
- Voriconazole Accord
- Warfarin Teva
- Zebinix
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með vanvirkan skjaldkirtil
- þú hafir einhvern tíma átt við áfengisvandamál að stríða
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með öndunarbælingu
- þú hafir nýlega fengið heilablæðingu
- þú sért með vöðvakvilla (myopathy)
Meðganga:
Lyfið getur valdið fósturskemmdum og því á ekki að nota það á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Ekki taka lyfið ef þú ert með barn á brjósti.
Börn:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 10 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur hverfandi áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Getur aukið líkur á lifrarvandamálum. Gæta ætti hófsemi í áfengisdrykkju.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.