Nilemdo

Blóðfitulækkandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Bempedósýra

Markaðsleyfishafi: DAIICHI SANKYO EUROPE GmbH | Skráð: 1. desember, 2025

Nilemdo er blóðfitulækkandi lyf sem að inniheldur virka efnið bempedósýru. Lyfið er notað hjá fólki til að draga úr slæma kólesterólinu (LDL-kólesteról) í blóði. Nilemdo getur einnig hjálpað til við að minnka hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Lyfið er gefið til viðbótar við kólesteróllækkandi mataræði. Bempedósýra lækkar kólesteról í blóði með því að hindra ensím sem er nauðsynlegt til framleiðslu kólesteróls.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla (180mg) 1 sinni á dag. Gleypa skal töfluna heila og má gera það með mat eða á milli mála.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú tekur eftir því að þú hefur gleymt skammti þegar langt er liðið á daginn, skaltu taka skammtinn sem gleymdist og taka næsta skammt á venjulegum tíma næsta dag. En ef þú gleymdir skammti gærdagsins, skaltu taka töfluna á venjulegum tíma og sleppa skammtinum sem gleymdist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðleysi          
Verkir í útlimum          
aukið magn þvagsýru í blóði, þvagsýrugigt          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
  • þú hafir fengið þvagsýrugigt
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Meðganga:
Lyfið má ekki nota á meðgöngu, það gæti hugsanelga skaðað ófætt barn. Áður en meðferð hefst þarf að útiloka þungun og skal nota örugga getnaðarvörn á meðan meðferð með lyfinu stendur.

Brjóstagjöf:
Ekki skal taka lyfið með barn á brjósti.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Nilemdo hefur engin eða lítil áhrif á hæfni til aksturs.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.